Lög Keðjunnar
I. kafli. Almenn ákvæði
1. gr. Heiti félagsins og hlutverk
Félagið heitir Keðjan, nemendafélag Kvennaskólans í Reykjavík. Kennitala þess er 430993-2089. Lögheimili félagsins er að Fríkirkjuvegi 9, 101 Reykjavík. Varnarþing þess er í Reykjavík. Reikningsár félagsins er frá 1. maí til 30. apríl ár hvert.
Hlutverk félagsins er:
a) Að standa vörð um sameiginlega hagsmuni nemenda.
b) Að halda uppi virku félagslífi fyrir nemendur.
2. gr. Réttindi og skyldur félagsmanna
Allir þeir sem greiða félagsgjald til nemendafélagsins og stunda nám við Kvennaskólann eru fullgildir félagsmenn. Gjald fyrir inngöngu í nemendafélagið skal ákveðið á lagabreytingafundi á vorönn.
Fullgildir félagsmenn eru kjörgengi í trúnaðar – og stjórnunarstöður Keðjunnar og eiga atkvæðisrétt í kosningum félagsins ásamt atkvæðis- og tillögurétt á lagabreytingafundum þess.
Allir félagsmenn skulu lúta settum lögum félagsins og fundarsamþykktum.
Félagsmaður hefur fyrirgert rétti sínum til aðildar að Keðjunni ef hann brýtur lög félagsins og/eða samþykktir þess eða kýs að skrá sig úr félaginu.
Félagsmenn hafa þátttökurétt á öll mót, keppnir og skemmtanir sem félagið stendur fyrir. Félagsmenn skulu alla jafna njóta sérkjara þegar kemur að viðburðum á vegum Keðjunnar. Vinna félagsmanna fyrir félagið er sjálfboðavinna og eru ekki greidd laun fyrir.
II. kafli. Stjórn félagsins
3.gr. Aðalstjórn Keðjunnar
Aðalstjórn skipa: Forseti Keðjunnar, gjaldkeri, formaður margmiðlunarráðsins Mörtu, formaður leikfélagsins Fúríu, formaður listanefndar, formaður málfundafélagsins Loka, formaður skemmtinefndar og markaðsstjóri sem öll eru kosin beinni kosningu að vori.
Átta eru kosnir einstaklingskosningu að vori, þar af einn Forseti.
Stjórn Keðjunnar hefur vald yfir Leginu og allri starfsemi sem þar fer fram
4. Verksvið aðalstjórnar
Aðalstjórn Keðjunnar fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli aðalfunda og fer með
úrskurðarvald í málefnum félagsins.
Aðalstjórn skal hafa yfirumsjón með allri starfsemi nemendafélagsins og koma fram fyrir hönd þess. Í þessu felast meðal annars tengsl við nefndir og félög sem starfa á vegum Keðjunnar.
Aðalstjórn skal sjá um úthlutun fjár til nefnda Keðjunnar og vinna fjárhagsáætlun fyrir hverja önn.
Aðalstjórn skal funda minnst einu sinni í viku og verður meirihluti sjórnar að sitja fund svo hann sé löglegur.
Aðalstjórn skal vera nemendaráð skv. lögum um framhaldsskóla.
Aðalstjórn skal halda uppi hefðarbók Keðjunnar sem skal vera uppfærð árlega, í lok seinni annar.
Allir meðlimir aðalstjórnar Keðjunnar hafa jafnan atkvæðisrétt, nema ef að atkvæðin skiptast jafnt á milli meðlima stjórnar, þá hefur Forseti tvöfaldan atkvæðisrétt.
Í upphafi skólaárs skal stjórn Keðjunnar skipta minni nefndum á milli sín og tryggja þannig að allar nefndir nemendafélagsins hafi rödd inn í stjórn Keðjunnar. Minni nefndir skulu þó halda sjálfstæði sínu í starfi og eru fyrst og fremst á ábyrgð formanns hverrar nefndar.
Þessa verkaskiptingu skal tilkynna félagsmönnum Keðjunnar á vefsvæði hennar eigi síðar en 1. september á ári hverju.
Sitjandi meðlimir í stjórn Keðjunnar eru jafnframt fyrrimyndir félagsmanna og eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verða skólanum, og þeim sem í honum eru, til sóma.
Sé greiðsla hærri en 100.000kr skulu bæði Forseti Keðjunnar og gjaldkeri Keðjunnar samþykkja greiðsluna.
Forseti Keðjunnar
- Er fulltrúi Keðjunnar gagnvart aðilum utan skólans og innan
- Hefur yfirumsjón með allri starfsemi félagsins og skal stuðla að öflugu og fjölbreyttu félagslífi
- Hefur rétt til að sitja fundi nefnda og ráða án atkvæðisréttar
- Er fulltrúi nemenda í skólaráði og skólanefnd Kvennaskólans
- Ber ábyrgð á skuldbindingum Keðjunnar ásamt gjaldkera Keðjunnar og skólameistara Kvennaskólans ef um fjárhagsskuldbindingar er að ræða
- Hefur skoðunaraðgang að bankareikningum félagsins
- Forseti er meðlimur í jafnréttisnefnd Keðjunnar
- Forseti skal stýra samsöng í matartíma í Uppsölum fyrsta mánudag hvers mánaðar
Gjaldkeri (Varaforseti)
- Gjaldkeri skal vera orðin fjárráða á skólasetningu, nema að undanþága sé veitt af hálfu kjörstjórnar, en þá þarf einstaklingur að verða fjárráða á sama ári og hann er kjörinn
- Gerir fjárhagsáætlun félagsins í samvinnu formanna félaga Keðjunnar og leggur fyrir aðalstjórn fyrir 15. september ár hvert
- Heldur utan um öll fjármál vegna starfsemi félagsins og samþykkir reikninga
- Er tengiliður við fjármálastjóra Kvennaskólans og afhendir þangað samþykkta reikninga til greiðslu
- Þegar skólaári lýkur skulu reikningar félagsins vera nemendum aðgengilegir og nýkjörinni stjórn til leiðbeininga
Formaður margmiðlunarráðsins Mörtu
- Formaður margmiðlunarráðs ber ábyrgð á starfi ráðsins á skólaárinu
- Stjórn margmiðlunarráðsins Mörtu skal skipuð formönnum Auglýsingarnefndar, Ljósmyndanefndar, Ritnefndar, Drollunar, Plötunnar, Klisjunnar, Pedróu og Elítunnar, auk formanns margmiðlunarráðsins Mörtu
- Hlutverk margmiðlunarráðs er að efla, samþætta og stuðla að skilvirkni allra þátta margmiðlunar á vegum Keðjunnar
- Formaður margmiðlunarráðs er meðlimur í jafnréttisnefnd Keðjunnar
- Formaður margmiðlunarráðs skal fara yfir allt útgefið efni miðstjórnarnefnda áður en það er birt
- Formaður margmiðlunarráðs skal einnig vera ritari stjórnar og rita niður allar fundagerðir og opinbera fundi stjórnarinnar
- Formaður margmiðlunarráðs skal vera trúnaðarmaður nemanda.
Leikfélagið Fúría
- Formaður leikfélagsins Fúríu stýrir starfsemi leikfélagsins á skólaárinu
- Stjórn Fúríu skal skipuð að minnsta kosti sex nemendum í upphafi skólaárs, auk formanns; ritara, gjaldkera og að minnsta kosti tveimur meðstjórnendum, svo skulu að lágmarki tveir nýnemar vera valdir að hausti
- Stjórn Fúríu skal gera fjárhagsáætlun fyrir starf félagsins sem samþykkt skal af aðalstjórn Keðjunnar fyrir 1. nóvember
- Stjórn Fúríu útvegar og gerir samning við leikstjóra í samvinnu við fjármálastjóra Kvennaskólans
- Stjórn Fúríu ákveður í samráði við leikstjóra og danshöfund hvaða leiksýning skuli sett upp á skólaárinu
- Stjórn Fúríu stendur fyrir leiklistarnámskeiði/spunanámskeiði á haustönn þar sem m.a. er valið í leikhóp fyrir komandi leiksýningu
- Stjórn Fúríu gerir samning við leikhús, ákveður leiktímabil og fjölda sýninga í samráði við leikstjóra og aðalstjórn Keðjunnar
- Öll fjárútlát eru aðeins heimiluð af gjaldkera Keðjunnar sem skal hafa yfirumsjón með fjármálum Fúríu
- Stjórn Fúríu sjá um leikrits prufur í samráði við leikstjóra og danshöfund.
- Fúría hefur vald yfir greninu og allri starfsemi sem þar fer fram
Listanefnd
- Formaður Listanefndar ber ábyrgð á starfi nefndarinnar á skólaárinu
- Stjórn Listanefndar skal skipuð sex nemendum í upphafi skólaárs auk formanns; ritara, og þremur meðstjórnendum, svo skalu að lágmarki 2 nýnemar vera valdnir að hausti
- Markmið listanefndar er að stuðla að listrænum viðburðum innan skólans
- Stjórn Listanefndar skal hafa yfirumsjón með listaviku á skólaárinu og öðrum smærri viðburðum
- Stjórn Listanefndar skal hafa yfirumsjón með framkvæmd Viðarstokks, árlegra góðgerðartónleika Keðjunnar
- Stjórn Listanefndar skal skipuleggja og halda skíða og menningarferð Keðjunnar
Málfundafélagið Loki
- Formaður málfundafélagsins Loka ber ábyrgð á starfi félagsins á skólaárinu
- Stjórn Málfundafélagsins Loka skal skipuð sex nemendum í upphafi skólaárs auk formanns; ritara, og þremur meðstjórnendum, svo skulu að lágmarki tveir nýnemar vera valdnir að hausti
- Stjórn Málfundafélagsins skal sjá til þess að Kvennaskólinn tefli fram keppnisliði í MORFÍS og Gettu betur
- Stjórn Málfundafélagsins Loka skal sjá um að velja þjálfara fyrir MORFÍs og Gettu betur lið Kvennaskólans í samstarfi við gjaldkera Keðjunnar
- Stjórn Málfundafélagsins skal annast námskeið í ræðumennsku á haustönn og í framhaldinu halda innanskólaræðukeppnina Kvennó, Sygin
- Stjórn Málfundafélagsins skal sjá um að halda Heimdall, innanskólaspurningakeppni Kvennó
- Málfundafélagið Loki skal sjá um að mynda og æfa upp klappkjarna. Hlutverk klappkjarnans er að hvetja lið Kvennaskólans í Gettu betur og MORFÍs og halda uppi góðri stemningu á keppnum á vegum Keðjunnar
- Málfundafélagið Loki skal sjá um að útbúa og dreifa söngbæklingum í samstarfi við klappkjarna
Skemmtinefnd
- Formaður skemmtinefndar ber ábyrgð á starfi nefndarinnar á skólaárinu
- Skemmtinefnd skal skipuð sex nemendum í upphafi skólaárs auk formanns; ritara, og þremur meðstjórnendum, svo skulu að lágmarki tveir nýnemar vera valdnir að hausti
- Skemmtinefnd vinnur að stærri viðburðum á vegum nemendafélagsins, s.s. dansleikjahaldi, árshátíð og söngkeppninni Rymju
- Skemmtinefnd skal halda eplaviku í nóvember
- Skemmtinefnd heldur utan um eplalaga keppni og velja sigurvegara sem fær að flytja lagið á eplaballinu
- Skemmtinefnd skal einnig koma að skipulagningu ýmissa minni viðburða innan Keðjunnar svo sem skemmtikvölda eða viðburða í hádegishléum
Markaðsnefnd
- Formaður markaðsnefndar er markaðsstjóri Keðjunnar
- Markaðsnefnd skal skipuð sex nemendum í upphafi skólaárs auk formanns; fjórir meðsjórnendur, svo skal að lágmarki tveir nýnemar vera valdnir að hausti
- Markaðsnefnd sér um að afla auglýsinga í miðla Keðjunnar og öflun annarra styrkja í tengslum við viðburði Keðjunnar
- Markaðsnefnd skal sjá um markaðssetningu fyrir alla viðburði skólans í samráði við aðrar nefndir
- Markaðsnefnd skal afla styrkjum, vinningum og auglýsingum fyrir allar nefndir Keðjunnar ef þær óska eftir því
Miðstjórn Keðjunnar
- Aðalstjórn Keðjunnar, meðlimir allra nefnda innan vébanda hennar og árgangaráð mynda miðstjórn Keðjunnar
- Miðstjórn Keðjunnar skal funda að lágmarki tvisvar á önn og oftar ef stjórn Keðjunnar telur þörf á því
- Formaður Margmiðlunarráðs skal vera fundarstjóri á fundum miðstjórnar
- Á fundum miðstjórnar skal stjórn Keðjunnar og aðrar nefndir miðla upplýsingum um áætlanir sínar. Meðlimir miðstjórnar skulu síðan leitast við að miðla þeim upplýsingum áfram til annarra félagsmanna Keðjunnar
- Stjórn Keðjunnar skal sjá um að rita niður fundargerðir á miðstjórnarfundum Keðjunnar og miðla þeim til nemenda
IV. kafli. Nefndir og embættismenn Keðjunnar
Formaður nefndar eða ráðs sér um verkaskiptingu í sinni nefnd. Hann stjórnar fundum, ber ábyrgð á framkvæmdum nefndarinnar og er tengiliður hennar við aðalstjórn. Formaður ber ábyrgð á fjárreiðum nefndarinnar og að ársskýrslu hennar sé skilað til stjórnar Keðjunnar að skólaári loknu.
Allar nefndir skulu skila inn vinnuáætlun fyrir skólaárið á aðalfundi haust hvert. Í skýrslunni eiga að koma fram grófar tíma- og fjárhagsáætlanir fyrir viðburði nefndanna.
Innan vébanda Keðjunnar starfa eftirtaldar nefndir:
Auglýsinganefnd
- Auglýsinganefnd skal skipuð sex nemendum í upphafi skólaárs, svo skal að lágmarki einn nýnemi vera valinn að hausti
- Hlutverk nefndarinnar er að sjá um að auglýsa alla viðburði á vegum Keðjunnar
- Auglýsinganefnd skal skipa fulltrúa innan nefndarinnar til setu í margmiðlunarráði
Árbókarnefnd
- Árbókarnefnd skal skipuð sex nemendum í upphafi skólaárs. Skulu þeir vera úr 2. og 3. bekk
- Hlutverk nefndarinnar er að gefa út árbók útskriftarárgangs Kvennaskólans
- Nefndin skal finna teiknara og semja við hann í samráði við gjaldkera Keðjunnar
- Nefndin skal sjá um skráningu nemenda í bókina, innheimtu efnis í bókina og sölu á henni. Allir félagar Keðjunnar á útskriftarári eiga rétt á skráningu í árbókina
Dimmissjónnefnd
- Dimmissionnefnd skal skipuð sex nemendum úr útskriftarárgangi í upphafi skólaárs
- Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja dimmissiondaginn, þ.e. að búa til stigaleikinn fyrir daginn, panta veitingar og sal fyrir kvöldið, boða til æfinga o.fl.
- Dimmissionnefnd sér um öll fjármál og innheimtu sem tengist deginum í samræmi við forseta
Elítan
- Elítan skal skipuð sex nemendum í upphafi skólaaárs, svo skal að lágmarki einn nýnemi vera valinn að hausti
- Formaður Elítunnar ber nafnið Einræðisherra Elítunnar
- Hlutverk Elítunnar er að búa til frábær í meme í takt við það sem er vinsælt hverju sinni
- Elítan skal halda viðburði til að koma hlutverki sínu á framfæri
- Elítan má taka upp alla viðburði á vegum Keðjunnar
Femínistafélagið Þóra Melsteð
- Femínistafélagið Þóra Melsteð skal skipuð sex nemendum í upphafi skólaárs, svo skal að lágmarki einn nýnemi vera valinn að hausti
- Formaður Þóru Melsteð er meðlimur í jafnréttisnefnd Keðjunnar
- Þóra Melsteð skal sjá um að fræða meðlimi Keðjunnar um femínisma og allt sem við kemur honum
- Þóra Melsteð skal halda viðburði til að koma málefni sínu á framfæri
Fréttanefndin Drollan
- Fréttanefndin Drollan skal skipuð sex nemendum í upphafi skólaárs, svo skal að lágmarki einn nýnemi vera valinn að hausti
- Hlutverk fréttanefndar er að gefa út fréttablaðið Jómfrúna, sem gefið er út á hápunktum félagslífsins, í nýnema- , epla-, og árshátíðarvikunni
- Nefndin skal sjá um að útvega efni í blaðið og afla auglýsinga í samstarfi við markaðsnefnd
- Formaður er fulltrúi Drollunar í margmiðlunarráði
Góðgerðarnefnd
- Góðgerðarnefnd skal skipuð sex nemendum í upphafi skólaárs, svo skal að lágmarki einn nýnemi vera valinn að hausti
- Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja góðgerðarvikuna í samráði við stjórn Keðjunnar og skólastjórnendur
- Nefndin skal vinna að því að Kvennaskólanemendur sinni góðgerðarmálum
Hátíðarnefnd
- Hátíðarnefnd skal skipuð sex nemendum í upphafi skólaárs, svo skal að lágmarki einn nýnemi vera valinn að hausti
- Hátíðarnefnd skal halda jólaviku og páskaviku
- Hátíðarnefnd skal einnig halda viðburði í kringum aðra hátíðardaga
- Nefndin skal einnig sjá um skreytingar fyrir viðburði skólans í samráði við stjórn líkt og eplaviku og árshátíðarviku
Hinseginfélagið Stoltið
- Hinseginfélagið Stoltið skal skipuð sex nemendum í upphafi skólaárs, svo skal að lágmarki einn nýnemi vera valinn að hausti
- Formaður Stoltsins er meðlimur í jafnréttisnefnd Keðjunnar
- Nefndin skal sjá um að fræða meðlimi Keðjunnar um hinseginleika
- Nefndin skal halda viðburði til að koma málefni sínu á framfæri
Íþróttanefnd
- Íþróttanefnd skal skipuð sex nemendum í upphafi skólaárs, svo skal að lágmarki einn nýnemi vera valinn að hausti
- Íþróttanefnd leitast við að auka áhuga nemenda á íþróttum auk þess sem hún sér um skipulagningu íþróttaviðburða yfir skólaárið
- Íþróttanefnd skal halda að minnsta kosti eitt sleðakvöld á skólaárinu
- Íþróttanefnd skal skipuleggja Kvennóleikana í samráði við aðalstjórn Keðjunnar
Jafnréttisnefnd
- Jafnréttisnefnd skal skipuð formönnum Þóru Melsteð, Stoltsins, stjórnarmeðlimi, ritnefndarmeðlimi, jafnréttisfulltrúa nemenda og jafnréttisfulltrúa skólastjórnar
- Jafnréttisfulltrúi Kvennaskólans er leiðbeinandi teymisins
- Hlutverk jafnréttisnefndarinnar er að útbúa jafnréttisáætlun og kynna fyrir nemendum og skólayfirvöldum auk þess að fylgjast með stöðu jafnréttismála í umhverfi nemenda
- Jafnréttisnefnd skal stuðla að því að starf Keðjunnar sé unnið með hliðsjón af jafnréttisáætlun Keðjunnar
- Jafnréttistnefnd skal fara yfir allt efni sem Keðjan gefur út og skal útgáfan háð samþykki nefndarinnar
- Nefndin skal halda samráðsfund með jafnréttisnefnd Kvennaskólans að minnsta kosti tvisvar á önn
- Jafnréttisfulltrúi ber ábyrgð á að jafnréttisnefnd Keðjunnar starfi á skólaárinu, fylgi jafnréttisáætlun sinni og fundi að minnsta kosti einu sinni í mánuði
- Jafnréttisfulltrúi er tengiliður nemenda við jafnréttisnefnd
Kósýnefndin Valur
- Kósýnefnd skal skipuð sex nemendum í upphafi skólaárs, svo skal að lágmarki einn nýnemi vera valinn að hausti
- Nefndin skal standa fyrir flatbökusölu fyrsta föstudag hvers mánaðar
- Nefndin skal sjá um að umgengi í Litla Kvennó sé í samræmi við skólareglur
- Nefndin skal einnig sjá um þrif á samlokugrilli og örbylgjuofni í Litla Kvennó einu sinni í mánuði
Ljósmyndanefnd
- Ljósmyndanefnd skal skipuð sex nemendum í upphafi skólaárs, svo skal að lágmarki einn nýnemi vera valinn að hausti
- Ljósmyndanefnd sér um að taka og vinna einstaklingsmyndir fyrir heimasíðu Keðjunnar
- Ljósmyndanefnd skal vinna í samráði við formann Margmiðlunarráðs og sjá til þess að fagmannlega sé staðið að öllum myndatökum á vegum Keðjunnar
- Ljósmyndanefnd skal sjá um að birta myndir á lokuðu svæði nemenda eða í útgefnu efni með leyfi viðkomandi nemanda/nemenda
- Að minnsta kosti einn meðlimur nefndarinnar skal vera viðstaddur á viðburðum Keðjunnar til myndatöku
- Ljósmyndanefnd skal sjá til þess að myndaveggur sé í skólanum
- Ljósmyndanefnd skal vera öðrum nefndum Keðjunnar innan handar með ljósmyndun
- Formaður er fulltrúi ljósmyndanefndar í margmiðlunarráði
Peysufatanefnd
- Peysufatanefnd skal skipuð þremur nemendum í upphafi skólaárs
- Peysufatanefnd skal sjá um skipulagningu á peysufatadeginum í samvinnu við fulltrúa skólans. Í skipulagningunni felst að útvega dans- og söngkennara, harmónikkuleikara auk þess að koma á sambandi við búningaleigu
- Peysufatanefnd sér um þátttökuskráningu fyrir peysufatadaginn
Ritnefnd
- Stjórn ritnefndar skal skipuð sjö nemendum í upphafi skólaárs, svo skal að lágmarki einn nýnemi vera valinn að hausti
- Ritnefnd sér um útgáfu Heimasætunnar, skólablaðs Kvennaskólans sem koma skal út í apríl
- Útgjöld ritnefndar skulu ákveðin í samráði við gjaldkera Keðjunnar
- Hlutverk ritnefndar er að afla efnis í Heimasætuna innan skóla sem utan. Ritnefnd skal sjá til þess að Heimasætan sé prófarkalesin og samþykkt af stjórn Keðjunnar og skólastjórn Kvennaskólans í Reykjavík. Auk þess ber ritnefnd ábyrgð á því að varðveitt verði 10 eintök af blaðinu
- Formaður ritnefndar er fulltrúi í margmiðlunarráði
- Ritnefnd skal skipa einn fulltrúa í jafnréttisnefnd Keðjunnar
- Formaður ritnefndar og Forseti Keðjunnar bera ábyrgð á efni og útgáfu Heimasætunnar
Tjarnardaganefnd
- Tjarnardaganefnd skal skipuð fjórum nemendum í upphafi skólaárs, svo skal að lágmarki einn nýnemi vera valinn að hausti
- Hlutverk nefndarinnar er að hafa umsjón með skipulagningu á Tjarnardögum ásamt fulltrúum Kvennaskólans
- Tjarnardaganefnd skal sjá um að gera samninga við öll þau fyrirtæki og aðila sem koma að dögunum
- Tjarnardagarnefnd skal sjá um skráningu þátttakenda, skipun í hópa, innheimtu þátttökugjalda og um reikningsskil í samstarfi við gjaldkera Keðjunnar
- Tjarnardagar skulu haldnir í sömu viku og árshátíð Keðjunnar
Tónlistarnefndin Platan
- Tónlistarnefnd skal skipuð sex nemendum í upphafi skólaárs, svo skal að lágmarki einn nýnemi vera valinn að hausti
- Tónlistarnefnd skal stuðla að öflugu tónlistarlífi meðal Kvenskælinga
- Tónlistarnefnd skal finna og velja meðlimi í skólahljómsveit Kvennaskólans ár hvert sem skal vera sverð og skjöldur tónlistarlífs Kvennaskólans
- Tónlistarnefnd skal skipa fulltrúa nefndarinnar til setu í margmiðlunarráði
- Tónlistarnefdin skal gera playlista fyrir öll böll Keðjunnar
Útskriftarnefnd
- Útskriftarnefnd skal skipuð fjórum nemendum í útskriftarárgangi Kvennaskólans í upphafi skólaárs
- Útskriftarnefnd ber ábyrgð á útskriftarferð nemenda Kvennaskólans sem fer fram sumarið eftir þriðja bekk.
- Útskriftarnefnd skal halda utan um fjáraflanir auk þess sem hún skal finna ferðatilboð í samstarfi við stjórn Keðjunnar
- Útskriftarnefnd sér um að gera samning við ferðaskrifstofu auk þess að finna áfangastað í samvinnu við ferðaskrifstofuna og nemendur
- Útskriftarnefnd skal sjá um skráningu þátttakenda, skipun í hópa, innheimtu þátttökugjalda og reikningsskil í samstarfi við gjaldkera Keðjunnar
- Útskriftarnefnd er skylt að vera tengiliður við fararstjóra þegar á áfangastað er komið
- Útskriftarnefnd skal vera tengiliður nemenda á lokaári við stúdentshúfufyrirtæki
Vídjónefndin Klisjan
- Vídjónefndin Klisjan skal skipuð Sex nemendum í upphafi skólaárs, svo skal að lágmarki einn nýnemi vera valinn að hausti
- Hlutverk nefndarinnar er að festa böll og aðra stóra viðburði Keðjunnar á filmu. Að minnsta kosti tveir nefndarmeðlimir skulu vera viðstaddir þessa viðburði Keðjunnar til þess að mynda þá
- Vídjónefndin Klisjan skal leitast við að setja öll myndbönd sín og skemmtiefni úr sinni smiðju svo að meðlimir Keðjunnar hafi aðgang að þeim eins fljótt og auðið er
- Nefndin skal framleiða árshátíðarmynd og eplamynd Keðjunnar og sjá til þess að þær séu aðgengilegar nemendum á árshátíðardegi og eplavikunni
- Formaður Klisjunnar er fulltrúi í margmiðlunarráði
Vídjónefndin Pedróa
- Vídjónefndin Pedróa skal skipuð sex nemendum í upphafi skólaárs, svo skal að lágmarki einn nýnemi vera valinn að hausti
- Hlutverk nefndarinnar er að festa minni viðburði Keðjunnar. Viðburðirnir eru peysufatadagurinn, dimmission, söngvakeppnin rymja, nýnemavakningar, eplaballið, útgáfu Heimasætunnar, ásamt smærri viðburðum á vegum skólans. Að minnsta kosti tveir nefndarmeðlimir skulu vera viðstaddir þessa viðburði Keðjunnar til þess að mynda þá.
- Vídjónefndin Pedróa skal leitast við að setja öll myndböndin sín og skemmtiefni úr sinni smiðju svo að meðlimir Keðjunnar hafi aðgang að þeim eins fljótt og auðið er.
- Formaður Pedróu er fulltrúi í margmiðlunarráði.
Önnur embætti og félög innan vébanda Keðjunnar eru:
Hagsmunarfulltrúi er fulltrúi Keðjunnar og tengiliður við SÍF (Samband Íslenskra Framhaldsskólanema). Hagsmunarfulltrúi á sæti í sambandsstjórn SÍF og sækir fundi sambandsstjórnar og Aðalþing SÍF. Einnig er hann fulltrúi nemenda í matshóp skólans. Matshópurinn metur eftirfarandi.
- Mat á skólastarfi framhaldsskóla er tvíþætt: Annars vegar er um að ræða innra mat sem skólar framkvæma sjálfir. Hins vegar er um að ræða ytra mat sem utankomandi aðili vinnur á vegum ráðuneytis mennta- og menningarmála eða annara aðila.
Varahagsmunarfulltrúi er staðgengill Síf-ara komist sífari ekki á fundi.
Trúnaðarmaður nemanda er formaður margmiðlunarráðs. Hann ber að halda trúnað. Nemendur geta heyrt í trúnaðarmanni nafnlaust. Viðfangsefni sem eru borin til trúnaðarmanns er komið til stjórnarinnar eða kennara eftir óskum nemenda. Trúnaðarmanni ber að sýna tillitsemi gagnvart áhyggjum nemenda.
Kórfulltrúi er valinn af félögum í kór Kvennaskólans í upphafi skólaárs og er tengiliður kórsins við stjórn Keðjunnar. Kórfulltrúi á sæti í miðstjórn Keðjunnar.
Lénsherra aðstoðar stjórn Keðjunnar við uppfærslu og viðhald á heimasíðu Keðjunnar. Hann skal vera nefndum og ráðum Keðjunnar innan handar við að setja inn upplýsingar inn á vef Keðjunnar.
Skólanefndarfulltrúi skal skipaður af aðalstjórn Keðjunnar. Skólanefndarfulltrúi er áheyrnarfulltrúi í skólanefnd Kvennaskólans með málfrelsi og tillögurétt skv. 5. gr. laga um framhaldsskóla. Skólanefndarfulltrúi skal standa vörð um hagsmuni nemenda í skólanefnd og vera tengiliður nemenda við skólanefnd. Skólanefndarfulltrúi getur óskað eftir miðstjórnarfundi ef að svo ber undir einu sinni á önn.
Umhverfisfélag Kvennaskólans í Reykjavík er sjálfstætt starfandi félag á vegum Keðjunnar.
Árgangaráð
- Árgangaráð eru fjögur talsins, eitt fyrir hvern árgang, skal það skipað bekkjarformönnum og varabekkjarformönnum í þeim árgangi
- Árgangaráð skulu vinna að viðburðum fyrir nemendur í sínum árgangi
- Hver bekkur kýs sér bekkjarformann og varabekkjarformann í upphafi hvers skólaárs sem sitja í árgangaráði fyrir hönd síns bekkjar
- Stjórn Keðjunnar ber ábyrgð á því að komið sé á fót ráði fyrir hvern árgang í upphafi skólaárs og að búið sé að skipa formenn þeirra fyrir 1. október
Grillráð
- Grillráð skal sjá um grillbúnað og að grilla á viðburðum Keðjunnar
- Sæti í grillráði er opið fyrir öllum nemendum Keðjunnar
- Grillráð hefur ekki sæti í miðstjórn Keðjunnar
Bekkjarformenn
- Bekkjarformenn skulu vera tengiliður bekkjarins og eiga í samskiptum við stjórn og nefndir.
- Auglýsa viðburði innan bekkjarins. Sjá til þess að koma skilaboðum til skila.
- Bekkjarformenn skulu mæta á formannsfund í byrjun haustannar.
- Bekkjarformenn fá einnig önnur verkefni úthlutuð frá stjórn Keðjunnar, kennurum og/eða stjórnendur úthluta.
V. kafli. Félagsfundir
1. gr. Lagabreytingafundur Keðjunnar
Lagabreytingafundur Keðjunnar skal haldinn einu sinni á önn, eigi síðar en þremur vikum fyrir kosningar. Stjórn Keðjunnar skal auglýsa lagabreytingafund með minnst viku fyrirvara.
Aðalstjórn Keðjunnar skal skipa fundarstjóra fyrir hvern lagabreytingafund. Fundarstjóri verður að vera hlutlaus, hefur ekki kosningarétt, hefur ekki tillögurétt og má ekki hafa áhrif á skoðun annarra.
Atkvæðis- og tillögurétt á lagabreytingafundi hafa allir félagar Keðjunnar. Þá hefur félagsmálafulltrúi skólans og þeir sem nemendaráð býður sérstaklega að sitja fundinn, tillögurétt.
Einfaldur meirihluti atkvæða nægir til þess að tillaga um lagabreytingu teljist samþykkt.
Tillögur til lagabreytinga skulu háðar samþykki skólameistara og félagsmálafulltrúa áður en þær eru lagðar fram á lagabreytingafundi.
Forseti skal samþykkja lögin í heild sinni en hann hefur neitunarvald. Ef forseti beitir neitunarvaldi skal haldin atkvæðagreiðsla. Lögin teljast samþykk ef tveir þriðju hluti atkvæðisbæra fundarmanna er þeim fylgjandi.
Allir lagabreytingarfundir skulu vera í beinu live á instagram reikning Keðjunnar.
2. gr. Miðstjórnarfundur Keðjunnar
Miðstjórnafundur Keðjunnar skal haldinn tvisvar á ári, einu sinni á önn. Stjórn Keðjunnar skal auglýsa miðstjórnarfundi með minnst viku fyrirvara.
Forseti Keðjunnar er fundastjóri á miðstjórnarfundi
Miðstjórnarfundur skal haldin til að ræða málefni sem kemur miðstjórn Keðjunnar við.
Allir meðlimir miðstjórnar hafa jafnan atkvæðis- og tillögurétt á miðstjórnarfundum.
3. gr. Hefðarbókarfundur Keðjunnar
Hefðabókarfundur Keðjunnar skal haldinn árlega í lok seinni annar. Aðalstjórn Keðjunnar skal auglýsa hefðarbókarfund með minnst viku fyrirvara.
Formaður skemmtinefndar er fundastjóri á hefðarbókarfundum.
Atkvæðis- og tillögurétt hafa allir félagar Keðjunnar.
Einfaldur meirihluti atkvæða nægir til þess að tillaga um lagabreytingu teljist samþykkt.
Ekki er leyfilegt að fleiri en 100 hefðir séu í hefðarbókinni í einu. Ef að þær eru orðnar fleiri en 100 þarf að kjósa um hvaða hefðum skuli vera eytt út á hefðarbókafundi
4. gr. – Vantraust
Stjórn Keðjunnar er skylt að boða til fundar fari a.m.k. 1/3 félagsmanna skriflega fram á slíkt. Tillögu um vantraust á stjórnina eða einstaka embættismenn Keðjunnar má bera fram á slíkum fundi. Samþykki 2/3 hluta félagsmanna þarf til að samþykkja vantraust. Verði tillaga um vantraust samþykkt skal sá eða þau/þeir sem vantraustið nær til láta þegar af störfum. Skal boða til félagsfundar innan tveggja vikna þar sem kosið skal í laus embætti.
VI. kafli. Kosningar
1. gr. – Kjörstjórn
Aðalstjórn Keðjunnar skipar 5 manna kjörstjórn í upphafi vorannar, í síðasta lagi fimm vikum fyrir kjördag. Skipan kjörstjórnar skal háð samþykki skólameistara og félagsmálafulltrúa sem velja formann kjörstjórnar.
Kjörstjórn ákveður kjördag og auglýsir eftir framboðum í nefndir, ráð og embætti Keðjunnar.
Kjörstjórn annast undirbúning og framkvæmd kosninga í samvinnu við félagsmálafulltrúa og/eða starfsmenn Kvennaskólans og annast talningu atkvæða.
Frambjóðendur skulu tilkynna framboð sitt skriflega til kjörstjórnar eigi síðar en 7 dögum fyrir kjördag. Meðlimir kjörstjórnar eru ekki kjörgengir í embætti.
Frambjóðandi skal hafa sýnt fram á með ástundun og árangri í námi að hafa svigrúm til starfa fyrir Keðjuna. Skólastjórnendur hafa rétt til að hafna framboðum á þessum eða öðrum þeim forsendum sem þykja sanngjarnar, s.s vegna agabrota. Telji kjörstjórn og/eða félagsmálafulltrúar frambjóðanda af einhverjum orsökum vera vanhæfan til setu í nemendaráði ber þeim að leggja tillögu um höfnun framboðs fyrir skólayfirvöld til samþykkis. Frambjóðanda skal gerð grein fyrir meintu vanhæfi og ástæðum þess og honum gefið færi á að tala máli sínu fyrir skólayfirvöldum.
Kjörstjórn skal standa fyrir kynningu á frambjóðendum á facebook síðu Keðjunnar. Halda skal opinn framboðsfund í sal þar sem allir frambjóðendur skulu hafa jöfn tækifæri til að kynna sig.
2. gr. – Kosningar
Kosningar í embætti Keðjunnar skulu fara fram eigi síðar en tveimur vikum fyrir síðasta kennsludag. Allir félagar Keðjunnar hafa kosningarétt og allir, að undanskildum útskriftarnemum, eru kjörgengir. Frambjóðendur til Forseta og gjaldkera Keðjunnar skulu hafa náð sjálfræðisaldri í upphafi nýs skólaárs, nema ef undantekning hefur verið veitt frá kjörstjórn, þá verða þeir einstaklingar samt sem áður að verða sjálfráða á sama ári og þeir tóku við embætti sínu sem stjórnarmeðlimir.
Kosið skal í öll þau embætti sem nefnd eru í 3. og 5. kafla samkvæmt þeim fjölda einstaklinga sem gert er ráð fyrir, að undanskildum kórfulltrúa og skólanefndarfulltrúa.
Ef þörf er skal halda haustkosningar þar sem kosið er í laus embætti.
Haustkosningar skulu fara fram eigi síðar en 1. október.
Sá sem flest atkvæði fær í kosningum hverju sinni telst rétt kjörinn. Ef aðeins eitt framboð berst í embætti þarf 2/3 hluta atkvæða til að ná kjöri.New paragraph
3. gr. – Brottvísun úr nefnd
Ef nefnd telur sig ekki geta starfað saman og hefur reynt að leysa úr ágreiningum án árangurs skal leita aðstoðar aðalstjórnar Keðjunnar. Stjórn keðjunnar skal hafa samband við félagsmálafulltrúa sem mun leysa málið í samvinnu við nefndina sem um ræðir.
4. gr. -Úrsögn úr nefnd
Ef einstaklingur kýs að hætta í nefndinni sem hann er í skal hann eða nefndin gera aðalstjórn keðjunnar viðvart
5. gr. – Inntaka nýrra meðlima eftir brottvísun eða úrsögn úr nefnd
Ef nefnd kýs að fylla í laust pláss innan hennar skal hún halda opin viðtöl sem veitir öllum jafnt tækifæri á að komast inn.