EPLAVIKA

-
45702047_2092236030836014_1882202540536233984_n

Jæja fyrir þá sem vita ekki hvað er að gerast þá er eplavikan að hefjast og þetta er ekkert nema bullandi stemming, þið ættuð öll að vera búin að hita upp fyrir vikuna og hlusta á eplalagið eftir Yung Gorillas ft. Greipfrvit sem þið getið fundið inn á soundcloud. Restin er svo frekar einföld RAUTT þema alla vikuna og á miðvikudaginn kemur Meistari Jakob með uppistand. Epladagurinn er svo á fimmtudaginn og auðvitað gerum við það sem við gerum best og það verður moshpitfest í hádeginu, allir eru búnir í skólanum klukkan 14:20 og þá verður eplamyndin sýnd í U og keppnin um rauðasta kvennskælinginn.

🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎

Eplaballið er á fimmtudaginn sem allir ættu að vera komnir með miða á, en fyrir ykkur hin er um að gera hysja upp um ykkur buxurnar og kaupið miða áður en það verður uppselt.

Þetta kvöld verður hápunktur vikunnar og er þetta viðburður sem hófst árið 1921 og var þá kallað eplakvöld og var þá haldin í jólafríinu, á þessum tíma var mikið um að nemendur skólans voru á heimavist og komust sumir því ekki heim yfir jólin. Fólkið í Kvennó hefur alltaf verið (og verður alltaf) frábært, við erum bara ein fjölskylda, því var ákveðið að halda skemmtun fyrir þessa nemendur og var þeim meðal annars gefin epli sem voru aðeins fáanleg á jólunum. Nemendur og starfsmenn skólans tjúttuðu saman, sungu og voru með skemmtiatriði langt fram á kvöld en gerðu sér ekki grein fyrir að þarna sköpuðu þau byrjunina að djammi sem myndi veita nemendum skólans frábærar minningar tæpum 100 árum síðar og því munum við heiðra forfeður okkar og skemmta okkur eins og við eigum lífið að leysa, ekki að það verði samt erfitt, tjekkið bara á lineupinu.

Við viljum líka minna ykkur á að það er hefð að fara út að borða með bekknum fyrir ballið og að bjóða umsjónarkennaranum sínum með!

🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎

22:00 - 22:50: DÓRA JÚLÍA

22:50 - 23:10: SPRITE ZERO KLAN FT. KRÓLI

23:10 - 23:30: SÉRA BJÖSSI

EPLALAG

23:40 - 01:00: 101 POP UP

-YOUNG NAZARETH

-LOGI PEDRO

-BIRNIR

-JOEY CHRIST

-YOUNG KARIN

SILENTDISKO FRAMMI!!

🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎

Sjáumst sæt og rauð á eplaballinu kv. Ritó <3<3

Lesa meira »

Nýnemastíllinn 2018-2019

-
44544456_2291218071165484_6648597996839632896_n

Hrefna Samúelsdóttir - 1.NA

1. Hvaðan færðu þinn tískuinnblástur?

Ég fæ mikinn innblástur frá vinkonu minni vegna þess að henni er drullusama um hvað öðrum finnst og er ógeðslega töff í kjölfarið

2. Uppáhalds flík?

Mom jeans, skartgripir ( þó það sé ekki flík) og samfestingar.

3. Uppáhalds fatabúð?

Spuutnik og urban outfiitters

4. Hovering myndirðu lýsa stílnum þínum í þremur orðum?

Vintage samt ekki

5. Áttu þér tískufyrirmynd?

Mér finnst Billie Ellish mjög töff og svo eru það líka einhverjar random gellur á Instagram

6. Að hvaða leyti klæðir þú þig öðruvísi en aðrir?

ég klæði mig ekki mikið öðruvísi en aðrir en ég klæði mig bara í fötum sem mér finnst flott og reyni að pæla sem minnst í því hvað öðrum finnst. Ég reyni líka að fara soldið út fyrir þægindarammann.

Kv. Ritó

Lesa meira »

Nýnemastíllinn 2018-2019

-
44747972_2156811247910542_6583641697433944064_n

Viktor Ingi Birgisson - 1.NF

1. Hvaðan færðu þinn tískuinnblástur?

veit ekki, Elska fatastílinn hja Bloody bræðrunum, Travis Scott og skoða mikið instagram síðuna @liljupiterr haha.

2. Uppáhalds flík?

Líklegast röndótti Cav Empt langerma bolurinn minn.

3. Uppáhalds fatabúð?

Allir ABC og rauðakross nytjamarkaðir.

4. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum í þremur orðum?

krúttlegur, frumlegur og notalegur

5. Áttu þér tískufyrirmynd?

Já, Ian Connor

6. Að hvaða leyti klæðir þú þig öðruvísi en aðrir?

Um, er ekki svona “mainstream” haha og já vill bara ekki klæðast eins og allir aðrir skiluru.

Lesa meira »

NÝNEMABALL KVENNÓ :O

-
40326683_1994032470656371_9126086736928047104_o

Jæja kæru Kvenskælingar nú er komið að stundinni sem allir hafa verið að bíða spenntir eftir. Þann næstkomandi miðvikudag 5. september verður Nýnemaball Kvennó haldið! Það verður svo klikkaðslega gaman og eins gott að ALLIR mæti. Passið ykkur bara að haga ykkur vel og halda ykkur í nocco-inu ;) Fyrir ykkur nýnemana sem hafið aldrei farið á Kvennóball áður þá er vaninn að bekkurinn haldi saman fyrirparty. Svo er hefðin að bekkurinn komi sér saman á ballið hvort sem þið viljið leigja rútu, nota gamla góða strætóinn eða taka bara klassíska “mamma/pabbi ertu til í að skutla mér?”. Fyrsta ball Kvennó eftir sumarfrí er að detta í garð og við getum ekki beðið!!

ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA:

Ballið er haldið í Austurbæ (Snorrabraut 37) rétt hjá Road House og Yoyo ís.

Það byrjar 22:00 og líkur 01:00.

Ballið verður haldið 5. september, næstkomandi miðvikudag.

Muna eftir að taka með skilríki (ekki strætókort samt) :D

LINE UP:

-GDRN

-CLUB DUB

-HUGINN

-YUNG GORILLAZ

-YOUNG NAZARETH

-BIRNIR

Hversu hellað!!:O Sjáumst næsta miðvikudag í fullu fjöri (samt bara koffín fjöri og fallegu fjöri <3).

Love

-Ritó

Lesa meira »

ÁRSHÁTÍÐARDAGUR

Sælir bræður og systur! nú er komið að Árshátíðar viku okkar kvennskælinga, þetta er voða einfalt í sjálfu sér, það er venjulegur dagur í skólanum á mánudaginn og eftir það er þetta bara gaman. Tjarnadagar eru á þriðjudaginn og miðvikudaginn, þá fara allir og gera eitthvað skemmtilegt eins og að fara í ræktina eða á fyrirlestra en þið vitið það alveg þar sem við erum öll búin að velja hverju við ætlum að taka þátt í þessa daga.

Næst er svo árshátíðardagurinn sjálfur sem er eintóm veisla hefðin er að bekkurinn fari saman í brunch sem getur verið pálínuboð heima hjá einhverjum, enginn gerir pálínuboð jafn vel og kvennskælingar viljum við meina en svo er líka hægt að fara saman á veitingastað. Bekkjarborðarnir eru svo það sem á til að einkenna byrjunina á deginum, þá velur bekkurinn saman frasa eða lýsandi heiti yfir hvern og einn í bekknum sem er svo skrifað á borða og afhent í brunchinum. Sumir taka þetta líka alla leið og gera enn meira eins og til dæmis kórónur þar sem skotið er á hvað hver og einn er líklegastur til að gera í framtíðinni, þetta er svo mjög gaman að eiga og skoða í framtíðinni.

En þar sem það er frí allan daginn er oft líka gaman að gera eitthvað meira saman með bekknum sínum og hvetjum við ykkur til að gera það því flest okkar fá aðeins þrjá árshátíðar daga í menntaskóla á lífsleiðinni og er því um að gera að hafa þá eins eftirminnilega og hægt er. Sumir fara saman í fimleikasal, keilu eða eru með spil eftirá, bara hvað sem ykkur dettur í hug, heyrst hefur að einn bekkur var að peppa skákmót þetta árið.

Næst á dagskrá er svo bara sturtan, gel í hárið og skvísa sig upp í fínu fötin því Gullhamrar opna klukkan 17:30 og maturinn byrjar klukkan 18:00, Gói Sportrönd og TinnaBK eru veislustjórar sem lofa eintómu stuði. Árshátíðarmyndin sem elsku Klisjan okkar er búin að vinna hörðum höndum að verður einnig sýnd yfir matnum sem þið viljið ekki missa af. Húsið lokar svo klukkan 20:00 sem er frábært því þá byrjar upphitunin fyrir árshátíðina sjálfa, FYRIRPARTÝIN, þið þekkið þetta alveg, byrjum að mýkja raddböndin og koma okkur almennilega í gírinn fyrir ballið sem haldið verður í Víkinni og hefst á slaginu 22:00, fram koma:

-DJ YUNG GORILLAS

-Tilkynntur síðar

-FLONI

-ARON CAN

-NÝDÖNSK

Verðin eru easy, miðinn innanskóla er 3990 og á 4890 fyrir utanskóla miða, aðal pakkinn er samt á 7990 sem er matur og ball, maturinn er ekki af verri gerðinni þetta árið vinir og að sjálfsögðu er líka grænmetis í boði.

MATSEÐILLINN

FORRÉTTUR
-Villisveppasúpa með nýbökuðu brauði

AÐALRÉTTUR
-Lambahryggvöðvi með kartöfluköku,steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu

EFTIRRÉTTUR
-Vanilluís Gelato með súkkulaði og oreokurli


GRÆNMETISRÉTTUR

FORRÉTTUR
-Tær grænmetissúpa VEGAN

AÐALRÉTTUR
-Innbakað grænmeti með bulgur og hnetukókossósu.

EFTIRRÉTTUR
-Appelsínu sorbet

Getum ekki beðið eftir að sjá ykkur öll á fimtudaginn!

Munum svo að skemmta okkur fallega og vera góð hvert við annað, lots of love -ritó <3 <3

Instagram