EPLADAGURINN & EPLAVIKAN

-
apples-best-fruit-weight-loss-300x220

Jæja kæru Kvennskælingar, þá er stundin sem við höfum öll beðið eftir loksins að renna upp. Við vitum að sumir eru ekki búnir að getað slakað á síðan miðasalan byrjaði en á morgun, já á MORGUN er Eplaballið loksins að renna í garð svo biðin er á enda. Eins og margir vita er Eplaballið einn stærsti viðburður ársins og ALLIR vilja koma því það er svo ógeðslega gaman.

Vonandi eru allir búnir að ákveða hversu mörg epli þau ætla að borða á sjálfan Epladaginn en við mælum með 3-6, allavega ekki fleirum en 6 því þá gætuð þið orðið veik og ekki komist á ballið sem væri algjör martröð. En vonandi eru líka allir búnir að ákveða í hverju þær ætla að vera í og hvað þau ætla að borða! Það er nefnilega mikil hefð að bekkurinn fari saman út að borða á þessu töfraríka Eplakvöldi og ekki skemmir fyrir að bjóða umsjónarkennaranum líka! Síðan eru vonandi allir að fara í fyrirpartý til þess að start-a kvöldinu og svo opnar Kaplakriki klukkan 22:00 og lokar 23:00!! Þá verður sko heldur betur djammað ;D LINE UPIÐ er líka eitthvað sem enginn vill missa af!! Á staðnum verður Sunna Ben, Jói Pé og Króli, Flóni, Dóra Júlía, Aron Can og Sturla Atlas!!!!!:O Sorgarstund verður svo klukkan 01:00 þegar ballinu líkur eeen það er mikill stemmari að mæta í náttfötunum í skólann daginn eftir. Þið fáið líka að sofa klukkutíma lengur heldur en vanalega því fyrsti tíminn fellur niður á föstudeginum, HALLELUJA!

Dagskráin:

Fimmtudagurinn:

Allir mæta eins rauðir og þeir geta.

Öll kennsla verður búin 13:10.

Þá verður hin fræga Eplamynd sýnd í U og rauðasti Kvennskælingurinn valinn.

22:00 Ballið byrjar

01:00 Ballinu líkur

Föstudagurinn:

Allir mæta hressir í náttfötunum klukkan 9:20!!

Við vonum að allir skemmti sér vel og fallega og njóótii og liffiii <3

-Hrefna

Lesa meira »

TÍSKUVIKA KVENNÓ!!!!!!!!

-
23476472_1525362094223425_1787966609_n

Tískan er alltaf í stöðugri þróun og við sem einstaklingar erum alltaf að reyna þróa okkar eigin stíl um leið og við reynum að fylgja tískustraumum. Við sækjum innblástur úr mörgum áttum t.d. list, tónlist, eldri tísku t.d. frá 90‘s, 80‘s og 20‘s en þeir áratugir er mjög áberandi í tískunni í dag. Ákveðnar búðir og ákveðnar vörur verða líka vinsælar sérstaklega hjá unglingum, t.d. Spútnik, Gallery 17 o.fl. Oft má sjá ákveðna hópa myndast eftir því hvernig aðilar klæða sig. Ákveðin klæðnaður verður t.d áberandi í skólum, eins og ákveðnar týpur fara í MH og ákveðnar týpur í Versló. Við í Kvennó erum bara wannabee Versló..djók! Í Kvennaskólanum eru allar týpur, við erum mjög fjölbreytt. <3

Tíska er list og í gegnum klæðnað getum við tjáð okkur sem listamenn.

Vikuna 6. – 10. nóvember þessa viku verður haldin hin árlega TÍSKUVIKA sem haldin er af listanefnd og ritnefnd.

Miðvikudaginn 8. nóvember kl. 20:00 verður haldið fata-swap í Uppsölum og skemmtilegasta fólkið ætlar að mæta og næla sér í eina flíka eða jafnvel margar. Greipur er að safna buffum svo þig megið endilega mæta með buff sem þið eruð ekki lengur að nota.

Föstudaginn 10. nóvember kl 20:00 í Uppsölum verður haldin hin eina og sanna TÍSKUSÝNING ritó og listó. Þar munu Chase Anthony og ClitKillah sjá um tónlistaratriði á meðan kvenskælingar ganga pallinn í fötum frá ýmsum búðum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem tískusýning er haldin í Kvennaskólanum, en árið 1969 á árshátíð Kvennaskólans sem haldin var í Tónabæ var eitt af skemmtiatriðum þar tískusýning auk elektrónísks dans og tónlistaratriðis. Þema sýningarinnar þar var tunglið en þemað núna er fjölbreytni. Í Kvennó eru ALLIR velkomnir….á tískusýninguna! ;)

-Fashion is about something that comes from within you!

Lesa meira »

Nýnemastíllinn 2017-2018

-
23146396_1468798129840172_1568986811_n

Hæhó, við höfum tekið eftir einstaklega flottum nýnemum í ár. Hér í Kvennaskólanum er mikið lagt upp úr því að allir megi vera eins og þeir eru og það er ekkert að því að skera sig úr hópnum, ef eitthvað er þá er það bara enn skemmtilegra! Við í ritnefnd höfum valið fjóra nýnema sem okkur fannst standa upp úr vegna skemmtilegs fatastíls og sjarmerandi persónuleika. Við fengum að spyrja þau nokkurra spurninga og smella nokkrum myndum af þeim í leiðinni. Í þessari viku munum við deila fjórum greinum með þeim fjóru nýnemum sem urðu fyrir valinu.

Fyrsti nýneminn er hún Hildur!

Nafn: Hildur María Arnalds 1-FA (866-1888)

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum í þrem orðum?

Þægilegur, gallabuxur og blómamunstur.

Hvaða skóstærð notar þú?

37-38.

Myndir þú einhverntímann fá þér tattú?

Fer eftir því hvernig tattú.

Að hvaða leyti klæðir þú þig öðruvísi en aðrir?

Hann er litríkari og mjööög fjölbreyttur.

Myndir þú einhverntímann vera með linsur til þess að breyta um augnlit?

Nei það er bara óþarfa vesen.

Grein: Gunnar Páll og Hrefna

Myndir: Ljósmyndanefnd Kvennó.

Lesa meira »

Grímuballið

-
22551657_1505159199577048_515189612_n

Kæru Kvenskælingar, nú er loksins komin að því!! Þann næst komandi miðvikudag, 18.október er grímuballið og idolið okkar allra, sjálfur Páll Óskar verður að spila! Ertu búin/búinn/búið að finna þér búning.....nei???.....Það verða ALLIR í helluðum búningum! Ballið verður haldið á glæsilega staðnum Spot. Hvort sem þú ætlar að vera ávöxtur eða nunna þá ertu velkomin/velkominn/velkomið! Munum samt að annarra manna menning er ekki búningur! Það er frí í skólanum daginn eftir og því ætlum við að Kvenskælingar að dansa af okkur rassgatið!

Hlökkum til þess að sjá þig! –Ritó <3

Hér geturu þú nálgast miðasölu: https://www.enter.is/order/oK2kuvvgFPsqJnxGt

Lesa meira »

Instagram