Útilega Kvennó

-
Camping

Kæru Kvenskælingar!!
Langt síðan síðast en við vonum að sumarið hafi verið innilega gott hingað til hjá ykkur, Solstice var núna síðustu helgi en þó aðeins upphitun fyrir ÚTILEGU KVENNÓ!! sem verður laugardaginn 30. júní. Þetta verður án efa eftirminnilegasta nótt sumarsins, svo pakkið í töskuna, rífið fram tjaldið og brunið á Þórisstaði í Hvalfirðinum. Þetta er aðeins klukkutíma keyrsla, svo skellum okkur saman í bíla og tökum road trip!
Stjórn Keðjunnar mætir með partýtjaldið og tónlist og lofar hellaðri stemningu! Þetta kostar lítinn 2500 kall sem er gjöf.


Ef þið eruð ekki alveg með á hreinu hvað þið þurfið að taka með örvæntið ekki því hér er þægilegur tjékk listi sem þið getið skoðað:

Tjald er nauðsyn þó litlum tíma sé eytt í því.
Hlý föt munu bjarga ykkur frá kuldanum og þá sérstaklega vettlingarnir að okkar mati.
Takið möns, enginn vill vera svangur.
Svefnpoki, það er ekki útilega án svefnpokans.
Dýna er hinsvegar ekki nauðsyn, en ef þið viljið er ykkur velkomið að vera með dýnu.
Hleðslukubbur mun koma að mjög góðum notum sérstaklega ef hann er hlaðinn.
Verið í góðum skóm og ef þið veljið hvítu skóna verið þá tilbúin í að þrífa þá daginn eftir.
Það myndast líka mjög góð stemning hjá þeim sem eru með útilegustóla.
Ekki gleyma svo djús og flöskunni.

Ef þið eruð ekki ennþá viss hvort þið ættlið að mæta skoðið þá þetta myndbandið frá seinustu útilegu.
https://www.youtube.com/watch?v=nkA73D2Kdxc&t=8s


Verum góð við gjaldkerann okkar hana Viktoríu og aurum 2.500kr í númerið 6620789 með fullu nafni í útskýringu svo allt gangi vel fyrir sig.

Munum að áfengi og akstur eiga ekki samleið, göngum hægt inn um gleðinnar dyr.

Lesa meira »

Getum við verið næsta breytingin?

-
environmentalist
Það er ekkert leyndarmál að plánetan sé að fara til fjandans. Allstaðar í heiminum er verið að eyða regnskógum, henda rusli í sjóinn, brenna jarðefnaeldsneyti og sleppa skaðlegum efnum í andrúmsloftið. Það er auðvelt að gleyma því að heimurinn er stærri en bara litla græna Ísland. Hér á landi eru margir varir við hnattræna hlýnun og bláu ruslatunnurnar en það á því miður ekki við allstaðar annar staðar í heiminum. Fyrir nokkrum árum var t.d. hent 16.000 dauðum svínum í Huangpu ána í Shanghai í Kína, þaðan sem fólk fær kranavatnið sitt. Í Bandaríkjunum er verið að vinna í því að endurlífga, og styrkja, jarðefnaeldsneytis-notkun, sem er ein helsta orsök hnattrænar hlýnunar. Í Indlandi dóu 2,5 milljónir manns vegna mengunar árið 2015; fleiri en þeir sem dóu af malaríu eða HIV/AIDS. Á seinustu 100 árum er sjávarmálið búið að hækka um meira en 20 cm, vegna bráðnun hafíssins. Þó að við á Íslandi séum að standa okkur vel, þá er það bara ekki nóg. Loftslagsbreytingar eru að gerast of hratt til að bara Ísland geti lagað þær, það þurfa öll lönd að vinna saman til að gera einhverjar alvöru breytingar... en hvað er hægt að gera?

Til að byrja með, þá er hægt að stöðva notkun á jarfðefnareldsneyti. Brennsla jarðefnareldsneytis sleppir svo miklum koltvísýring í andrúmsloftið, að það mun taka lífkerfi jarðar mörg hundruð ár að binda það aftur (það er slæmt). Rúmlega fjórðungur af koltvísýringnum leysist svo upp í sjónum og veldur sýrnun, sem eyðir búsvæði sjávarlífsins. Í staðinn fyrir jarðefnareldsneyti, þá er hægt að nota miklu vistvænni orku, til dæmis sólarorku, vindorku eða vatnsorku.

Við getum líka hætt að framleiða óþarfa plast og endurvinna það svo ekki. Plast tekur ótrúlega langan tíma að rotna, heil 1000 ár! Þegar plast kemst í snertingu við umhverfið, þá sendir það frá sér skaðleg efni inn í jarðveginn sem geta breiðst yfir í ár og sjó og haft gríðarlega neikvæð áhrif á dýra- og plöntulíf.

Við getum hætt að losa skaðlegum eiturefnum og rusli í sjóinn. Sjórinn þekur yfir 70% af plánetunni og meira en helmingur lífs á jörðinni lifir þar, og því er mikilvægt að við varðveitum hann. Olía frá skipum, skólplosun og iðnaðarúrgangslosun eru allt stórar orsakir mengun sjávar. Allir þessir þættir draga úr sólarljósi og súrefnis sem kemst í sjóinn, sem hefur banvæn áhrif á sjávarlífið.

Við verðum að hætta að nota svona mikið af pappír. Rúmlega 4 billjón tré eru hoggin niður á hverju ári til þess að framleiða pappír. Tré eru nauðsynleg fyrir umhverfið, og sérstaklega andrúmsloftið þar sem þau drekka í sig koltvísýring og gefa frá sér súrefni og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við hættum að oframleiða pappír. Skógrækt er ein ódýrasta, og áhrifaríkasta leiðin til að draga úr koltvísýring í andrúmsloftinu, og er því fullkomin leið til að hjálpa umhverfinu.

Eins og sjá má, þá er fullt hægt að gera til vernda umhverfið. Allt eru þetta þó þættir sem eru erfiðir að framkvæma fyrir „venjulega einstaklinginn“. Hvað getum við venjulega fólkið gert? Fullt! Við getum hætt að kaupa hluti sem við þurfum ekki endilega á að halda. Við getum hætt að nota óþarfa plast eins og rör og plastglös. Við getum hætt að henda rusli á göturnar. Við getum hætt að eyða óþarfri orku, eins og að skilja ljósin eftir kveikt eða sjónvarpið í gangi þegar enginn er að horfa á það og við getum skipt yfir í rafmagnsbíla eða almenningssamgöngur. Við getum líka hætt að borða svona rosalega mikið kjöt! Það tekur meira vatn að framleiða einn hamborgara en það tekur að taka sturtur í tvo mánuði, þú getur alveg sleppt því að fara á Hamborgarabúllu Tómasar tvisvar í viku.

Þannig... það er fullt hægt að gera! Það er ekki of seint að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar en það er of seint að halda að einhver annar geri það fyrir þig. Þú hefur enga afsökun til að taka ekki þátt í umhverfisvernd, hvort sem þú skráir þig í Skógræktarfélag Íslands og ræktar þúsund tré eða flokkar bara heima. Hugsaðu þig um tvisvar áður en þú kaupir pakka af plaströrum í Bónus fyrir fyrirpartýið þitt.

Við í umhverfisfélagi Kvennaskólans erum að berjast fyrir því að skólinn verði umhverfisvænni. Líklega hafið þið flest tekið eftir aukning á ruslatunnum um allan skóla. Við viljum hvetja ykkur til þess að flokka ruslið ykkar. Enda vitið þið öll að þetta er skref í rétta átt að betri umhverfi fyrir bæði Kvenskælinga og fleiri sem að ganga hér um skólann. Margt smátt gerir eitt stórt.

Upplýsingar um tunnurnar.

Blá tunna
allur pappírs- og pappa-umbúðir t.d.
fernur
pakkningar undan matvælum
pítsukassar
dagblöð og tímarit
pappír
bækur
Mikilvægt er að tæma allar umbúðir
Umbúðir sem að innihalda plast og pappír þarf að rífa í sundur og flokka í rétta tunnu

Græn tunna

í tunnuna fara allar plastumbúðir, bæði í mjúku og hörðu plasti, sem og plast sem ekki ber úrvinnslugjald t.d.
plastpokar
plastgafflar
plaströr
snakkpokar
skyrdollur
plastbox
umbúðir á samlokum

Rauð tunna

Flöskur og dósir. Drykkjarumbúðir sem mega fara ofan í rauðu tunnuna eru:
Áldósir
plastflöskur
glerflöskur
ATH. EKKI: Fernur, aðrar mjólkurumbúðir og ávaxtadrykkir í glerflöskum

Grá tunna

Almennt rusl
Lesa meira »

Sumarball Kvennó 2018

-
30223686_979118745580250_268680034_o

Jæjaa góðir kvennskælingar, þá er langþráð stund runnin upp. Við söknuðum eflaust öll nýársballsins, en nú hinn 19. apríl næstkomandi fáum við hina fullkomnu upplifun á silfurfati… SUMARBALL KVENNÓ 2k18!!! Lineup-ið er svo sannarlega ekki af verri gerðinni en fram koma: DJ Sunna Ben, Joey Christ, Birnir, Friðrik Dór, DJ Yung Gorillas og Áttan ft. Sonja!! Þetta sjóðheita teymi er komið til að kveikja í Kaplakrika svo verið með 112 á speed-dial! En svo má ekki gleyma að það er Sumardagurinn fyrsti, með sól og errythaang sem þýðir frí allan daginn til þess að keyra sig í gang fyrir kvööldið! Vonandi eru allir búnir að finna sér fyrirpartý til að kveikja aðeins upp í sér áður en haldið er á brennuna, ef ekki þá eru alltaf einhver sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern sem er að halda eitt slíkt og vilja fá fleiri hella peppað fólk til að krydda aðeins í veislunni. Þó svo fashionably late á Kvennó mælikvarða sé stjarnfræðilega langur tími þá opnar ballið 22:00 og þið viljið ekki missa af neinu, því að mæta seint er = lengri röð + minna djamm, quick maffs;) Ballinu lýkur kl 01:00 og vonandi verða þá allir búnir að dansa af sér tá eða tvær. Ef þú ert ekki búin að ná þér í miða, nr.1 hvað ertu að pæla barn? en nr.2 þá er miðasala á kedjan.is og nr. 3 vores kongelig venner i Flensborgarskulen fá miðann á innanskólaverði. Við hlökkum til að sjá ykkur, þetta verður ruglaðasta kvöld in the city of Hafnarfjörður sem sögur fara af, og munu barnabarnabarnabörn ykkar tala um þessa goðsögn sem þetta kvöld verður! Have fun kidz! 


Bara ást kv. Ritó <3

Lesa meira »

Kosningavika

-
Social-Media-Marketing-Political-Election-Campaign-Propaganda

Kosningavika Keðjunnar er handan við hornið og nú fer að loka á viðtöku við tilkynningum um framboð. Frestur til að tilkynna framboð rennur út á miðnætti föstudaginn 31. mars. Í tilkynningum einstaklingsframboða skal nafn einstaklings, bekkur og embætti koma fram. Í tilkynningum hópframboða skal nafn framboðs, nöfn einstaklinga, bekkir og embætti koma fram. Framboð skulu vera send á netfangið kedjankosningar@gmail.com. Hér má sjá ýtarlega lýsingu á hverju framboði sem óskað er eftir í embætti:

Endilega að bjóða sig fram!!

Nefndir:

Tjarnardaganefnd: Hlutverk Tjarnardaganefndar er að skipuleggja og halda utan um svokallaða Tjarnardaga. Þessir dagar eru haldnir hátíðlegir í árshátíðavikunni á hverju ári og eru einstaklega mikið pepp. Á dögunum er hægt að velja um allskonar skemmtilegt til að gera t.d fara í keilu, sund, gym og rækt, bogfimi og fjöldan allan af fyrirlestrum. Fimm manns geta boðið sig fram saman í Tjarnardaganefnd í kosningavikunni.

Góðgerðarnefnd: Á ári hverju er góðgerðarvika sem Góðgerðarnefnd stendur fyrir. Megin markmið vikunnar er að safna peningum fyrir eitthvert málefni sem Kvenskælingar hafa tileinkað sér. Engar ákveðnar reglur gilda um hvernig vikan á að vera en seinustu ár hefur verið happdrætti og áskorunarkeppni. Það myndast skemmtileg stemming í góðgerðarvikunni og flestir styrkja eins og þeir geta. Góðgerðarnefnd sér einnig um að selja og dreifa út rósum á Valentínusardaginn til ástfangra kvenskælinga. Þrír geta boðið sig fram saman í Góðgerðarnefnd.

Ritnefnd: Aðal verkefni ritnefndar er að gefa út Heimasætuna sem er einskonar „árbók” fyrir kvenskælinga. Heimasætan en unnin í samstarfi við grafískan hönnuð, markaðsnefnd, ljósmyndanefnd og alla kvenskælinga sem vilja senda inn greinar! Einnig sér ritnefnd um Fréttasætuna sem hægt er að finna á kedjan.is, þar eru settar inn ýmiskonar pepp-greinar fyrir böll og aðra viðburði. Einnig er ritóvika og er hún oftast haldin í kringum útgáfu Heimasætunnar. Ritnefn ásamt listanefnd halda tískusýningu skólans sem er alltaf mjög vinsæl. Sjö geta boðið sig fram, einn skal vera kosinn formaður.

Dimmissionnefnd: Sér um að skipuleggja dimmissiondaginn fyrir nemendur á þriðja ári. Á dimmission deginum eru sýnd skemmtiatriði frá bekkjunum og svo er farið í stór skemmtilegan ratleik. Nenfdin sér um að dagurinn gangi sem best fyrir sig. Þrír komast inn í dimmissionnefnd.

Vidjónefndin Klisjan: Stærstu verkefni Klisjunnar eru að gefa út eplamyndina sem sýnd er í eplavikunni og árshátíðarmyndina sem sýnd er í sjónavarpinu á árshátíðardaginn. Klisjan sér einnig um að taka myndbönd á böllum til að sýna stemminguna sem er alltaf. Myndböndin fara á youtube og eru frábær leið til að auglýsa Kvennó. Fimm komast inn í Klisjuna.

Vidjónefndin Pedróa: Perdróa leggur meiri áherslu á að taka upp myndbönd á öðrum viðburðum Kvennaskólans heldur en böllum eins og Klisjan. Nefndin er ung og óhrædd við að prófa sig áfram í allskyns efnum. Myndböndin eru frekar stutt og hnitmiðuð en fanga stemminguna vel. Fimm komast inn í Pedróu.

Skreytingarnefnd: Nefndin sér um að skreyta skólann okkar fyrir allskyns viðburði. Mjög mikilvæg nefnd svo viðburðir verði sem flottastir. Einnig hefur nefndin séð um að skreyta fyrir böll. Í nefndina þarf hugmyndaríkt og metnaðafullt fólk sem finnst gaman að föndra og skreyta. Fimm komast inn í skreytingarnefnd.

Útskriftarnefnd: Stærsta verkefni útskriftarnefndar er að skipuleggja útskriftarferð fyrir nemendur. Meðlimir nefndarinna kynna sér mismunandi ferðaskrifstofur og tilboð sem þær bjóða uppá. Útskriftanefnd passar að velja ferð sem flestir eru sáttir með. Nefndir sér einnig um fjáraflanir og að miðla upplýsingum til nemenda varðandi ferðina. Útskriftanefnd sér einnig um allskyns sem tengist útskriftinni sjálfri t.d varðandi útskriftahúfur. Þrír komast inn í útskriftarnefnd.

Skemmtinefnd: Sér aðalega um að halda geggjuð böll. Í það fer mikil vinna, nefndin þar af sjá um húsnæði, gæslu, artista, þema og margt fleira. Skemmtó þarf að taka tillit til allra og reyna að halda viðburði sem flestir vilja mæta á. Þrí komast inn í nefndina (einn formaður).

Fúría: Fúría er leiklistafélag Keðjunnar. Á vorönn hvers árs er haldin glæsileg leiksýning sem Fúría ásamt nemendum og öðrum setja upp. Nefndin þarf að ákveða hvaða leikrit á að setja upp, hver á að leikstýra og hvernig framfærslan á að vera. Haldnar eru áhorfendaprufur fyrir leikritið og myndast alltaf skemmtileg stemming innan leikhópsins. Fúría stendur einnig fyrir spunanámskeiði og leiklistarnámskeiði á haustin fyrir nemendur. Að vera í Fúríu er krefjandi en skemmtilegt verkefni. Fimm komast inn í Fúríu (einn formaður).

Ljósmyndanefnd: Sinnir mjög mikilvægu og krefjandi starfi. Ljósó mætir á alla helstu viðburði á vegum Keðjunnar og myndar í bak og fyrir, myndirnar eru síðan birtar á facebook síðu ljósó. Einnig tekur nefndin einstaklingsmyndir af öllum nemendum fyrir kedjan.is og myndar myndaþætti fyrir Heimasætuna, blaðið sem ritó gefur út. Fimm komast inn í ljósó (einn formaður).

Málfundarfélagið Loki: Félagið stendur fyrir ræðunámskeiði á hverju hausti sem er opið fyrir öllum nemendum. Þau sjá um allt sem tengist Gettu betur og Morfís, sem sagt skipa liðin og svoleiðis. Loki passar að stemmingin á viðburðunum sé alltaf geggjuð KVEEEEENNNASKÓLINN MINN. Einnig sér Loki um Heimdall sem er spurningakeppni á milli bekkja í Kvennó. Fimm komast inn í Loka (einn formaður).

Meme nefnd: Sér til þess að kvennskælingar séu alltaf með puttann á púlsinum varðandi fresh meme.

Nördanefnd: Hefð er fyrir því að sérstök nördavika sé haldin á hverju ári. Þá er eitthvað nördalegt þema tekið fyrir og viðburðir tengt því. Nefndin má í raun gera það sem hún vill (í samstarfi við stjórn) svo lengi sem það er nördalegt. Þrír komast inn í nördanefnd.

Peysufatanefnd: Nefndin sér um að undirbúa peysufatadaginn sem er einn hellsti viðburður kvennaskólans og sérstaklega fyrir nemendur á öðru ári. Á deginum klæðast nemendur á öðruári upp í íslenska þjóðbúninga og dansa og syngja fyrir samnemendur sína, kennara og svo er líka farið á hjúkrunarheimili. Nefndin þarf því að skipuleggja tíma til að læra dansana, söngin og annað sem tengist deginum. Einnig er haldið ball í lok dagsins sem mikill undibúningur fer í. Þrír komast inn í peysufatanefnd.

Fréttanefnd: Gefa út þrjú blöð á hverju skólaári, busablað, eplablað og árshátíðarblað. Mikið er um peppaðar, léttar og skemmtilegar greinar í blöðunum sem myndar gríðilega skemmtilega stemmingu. Mikil vinna fer í blöðin og hjálpar markaðsnefnd að safna styrkjum svo blöðin komast í prent. Fimm komast inn í fréttanefnd.

Markaðsnefnd: Sér um að safna styrkjum og sponsum fyrir aðrar nefndir, viðburði, útgefið efni o.s.frv. Nefndin sinnir gríðalega mikilvægu starfi og því mikilvægt að þeir sem í henni sitja séu metnaðarfullir og duglegir. Markaðsnefnd er í nánu sambandi við gjaldkera og aðrar nefndir. Fimm komast inn í markaðsnefnd (einn formaður).

Kósynefnd: Sér um viðhald í litla-kvennó og passar að þar sé alltaf kósy og góð stemming. Einni sér kósynefnd um sjoppuna í litla-kvennó þar sem seldar eru reglulega pizzur og annað ljúfmeti. Fjórir komast inn í kósynefnd.

Íþróttanefnd: Nefndin leitast við að auka áhuga nemenda á íþróttum auk þess sem hún sér um skipulagningu íþróttaviðburða yfir skólaárið, eins og t.d. paint-ball keppni. Þrír komast inn í nefndina.

Hestanefnd: Hlutverk nefndarinnar er að sjá til þess að orðatiltæki tengd hestum, á borð við “að sleppa fram af sér beislinu” og “að sleppa tauminum” séu Kvenskælingum kunnug. Hestanefnd skal halda viðburði til að koma hlutverki sínu á framfæri og vera áberandi vel stemmd á viðburðum Keðjunnar. Fjórir komast í hestanefnd.

Auglýsinganefnd: Hlutverk nefndarinnar er að sjá um auglýsingagerð fyrir atburði á vegum Keðjunnar. Auglýsinganefnd skal sjálf sjá um að senda auglýsingar í prentun þegar svo á við. Jafnframt er það hennar starf að ná í þær í prentun, hengja þær upp og taka þær svo niður að atburði loknum. Fimm komast í auglýsinganefnd (einn formaður).

Árbókarnefnd: Sér um það skemmtilega verkefni að gefa út árbók fyrir útskriftarnemendur, sjá um skráningu nemenda og innheimtu á gjöldum og efni frá þeim. Allir félagar Keðjunnar á útskriftarári eiga rétt á árbók. Þrír komast inn í árbókarnefnd.

Listanefnd: Listanefnd er skemmtileg. Listó getur haldið ótakmarkað magn af skemmtilegum viðburðum eins og tískusýningu og dragkeppni. Listó getur líka farið í ferðir. Listó fór til að mynda í skíða- og menningarferð í ár. Einnig er listó vinstri hönd Fúríu við að setja upp leikritið.
Svona þegar allt kemur til alls þá sér listanefnd til þess að viðhalda listrænum gildum í félagslífi Keðjunnar. Fjórir komast inn í listanefnd (einn formaður).

Tækninefnd: Tækninefnd hefur, ásamt gjaldkera og formanni Keðjunnar, yfirumsjón með leigu og kaupum á hvers kyns tækjabúnaði fyrir Keðjuna. Nefndin skal sjá til þess að tækjakostur Keðjunnar sé fullnýttur á skemmtunum félagsins og koma í veg fyrir misnotkun þeirra. Fulltrúi tækninefndar skal vera viðstaddur allar skemmtanir eða sjá til þess að annar aðili sé í hans stað. Formaður tækninefndar ber ábyrgð á tækjabúnaði Keðjunnar.

Tónlistarfnefnd: Tónlistarnefnd skal stuðla að tónlistaráhuga Kvenskælinga. Fjórir komast inn í tónlistarnefnd.

Stjórnar embætti:

Forseti: Formaður Keðjunnar skal koma fram sem fulltrúi Keðjunnar gagnvart aðilum utan skóla sem innan. Hann skal leitast við að gæta hagsmuna og efla einingu félagsmanna Keðjunnar auk þess sem hann skal stuðla að öflugu og fjölbreyttu félagslífi. Formaður, ásamt öðrum meðlim stjórnar Keðjunnar, situr í skólaráði sem fulltrúi nemenda. Formaður Keðjunnar ber ábyrgð á öllum gerðum samningum á vegum Keðjunnar og skal sjá til að þeim sé framfylgt í samstarfi við markaðsnefnd. Formaður skal hafa yfirsýn yfir starf allra nefnda, ráða og félaga innan Keðjunnar og hefur rétt til þess að sitja fundi þeirra til áheyrnar.Formaður ber ábyrgð á því efni sem Keðjan gefur út. Öll útgáfa Keðjunnar er háð samþykki formanns.

Gjaldkeri: Gjaldkeri gegnir þremur embættum í senn. Hann hefur yfirumsjón með fjárreiðum Keðjunnar, er varaformaður Keðjunnar og situr í stjórn. Hlutverk varaformanns er að vera staðgengill formanns í þeim tilvikum sem formaður getur ekki sinnt starfi sínu. Gjaldkeri annast fjárveitingar úr sjóði Keðjunnar til nefnda skólans svo að þær hafi það fjármagn sem þarf til að iðka félagsstörf sín og innheimtu reikninga fyrir þær nefndir. Allar fjárveitingar skulu þó veittar í samráði við stjórn Keðjunnar. Gjaldkera er skylt að ráðstafa fjármagni Keðjunnar í samstarfi við fjármálastjóra Kvennaskólans.

Formaður leikfélags Fúríu: Formaður hefur í raun yfirumsjón yfir allt sem gerist, þó að meðlimir Fúríu vinna auðvitað saman. Formaður sér um að samstarf milli nefndarmeðlima sé gott og skiptir niður verkefnum á alla meðlimi. Það felst rosalega mikil ábyrgð í þessu starfi því ef eitthvað kemur upp á, þá er það vinna formannsins að fara að redda því eins fljótt og mögulegt er. Það er því mikil pressa að standa sig vel og ekki auðvelt að samspila þessu hlutverki við skóla eins og einkunnir mínar hafa þurft að sjá. Fúría setur upp tvö námskeið, og leikrit, feri fúríuferð(ir) og þetta plönum við nefndin saman. Við í Fúríu sjáum um að halda utan um leiklist og stefkt félagslíf allra sem taka þátt í þessu með okkur.

Formaður listanefndar: Arty-týpa skólans. Sinnir sinni nefnd þ.e.a.s. listanefnd og heldur ásamt meðlimum hennar upp á atburði eins og t.d. skíðaferðina og tískusýninguna með ritnefnd. Auk þess er formaður listanefndar og Listó vinstri hönd Fúríu við að setja upp leikritið. Formaður listanefndar er í stjórn enda mikilvægt að hafa manneskju með frjótt ímyndunarafl og er skapandi í stjórn.

Formaður margmiðlunarráðs: Heldur utan um allar litlu nefndinar og sér til þess að þær vinni saman og hver og ein nefnd sé að sinna sínu starfi. Formaður margmiðlunarráðs er kosinn sér en er oftar en ekki í einhverri nefnd innan ráðsins. Margmiðlunarráð er skipað formanni margmiðlunarráðs ásamt formönnum ljósmynda-, auglýsinga-, rit-, frétta-, og vídjónefndar.

Formaður málfundarfélagsins Loka: Í stuttu máli þá er þetta basicly að vera versti óvinur gjaldkerans, ráða sem bestu þjálfarana fyrir Gettu Betur og MORFÍs, sjá til þess að það verði lið í báðum keppnum og sjá til að liðin séu vel nærð og líði vel. En svo bara sja um innanskola keppnirnar.

Formaður skemmtinefndar: Skemmtilega manneksjan í stjórn. Sér með skemmtinefnd að að halda geggjuð böll og að halda félagslífinu uppi í Kvennó. Í það fer mikil vinna, nefndin þar af sjá um húsnæði, gæslu, artista, þema og margt fleira. Formaður er mikilvægur og virkur meðlimur í stjórn.

Önnur einstaklings embætti

Jafnréttisfulltrúi: Situr í jafnréttisteyminu ásamt formanni Þóru Melsteð, stjórnarmeðlim, fulltrúa úr ritó, fulltrúa úr Stoltinu og kennara. Jafnréttisfulltrú ásamt teyminu sér til þess að allt útgefið efni frá Keðjunni/Kvennó sýni jafnrétti og virðingu, að einginn hópur sé útskúfaður og að kvenskælingar séu upplýstir um jafnréttisbaráttur o.s.frv.

Sífari: Sífari situr á þingum SÍF, Samband íslenskra framhalsskólanema, fyrir hönd Kvenskælinga.

Lénsherra: Lénsherra hefur það hlutverk að aðstoða stjórn Keðjunnar við uppihald öflugrar og virkrar heimasíðu. Einnig skal hann vera nefndum Keðjunnar innan handar við að setja upplýsingar inn á vef Keðjunnar.

Trúnaðarmaður: Er einhver sem nemendarfélagið Keðjan og allir nemendur skólans treysta. Allir eiga að geta leitað til trúnaðarmannsins með til dæmis kvörtun eða spurningu eða hvað sem er. Trúnaðarmaður er bundinn þagnaðarskyldu en fær leyfi til þess að leiða þessa fyrirspurn, kvörtun eða hugmynd þá nafnlausa áfram í hendur þeirra sem geta sinnt erindinu eins og til dæmis stjórn. 

Lesa meira »

Instagram