EPLAVIKA

Jæja fyrir þá sem vita ekki hvað er að gerast þá er eplavikan að hefjast og þetta er ekkert nema bullandi stemming, þið ættuð öll að vera búin að hita upp fyrir vikuna og hlusta á eplalagið eftir Yung Gorillas ft. Greipfrvit sem þið getið fundið inn á soundcloud. Restin er svo frekar einföld RAUTT þema alla vikuna og á miðvikudaginn kemur Meistari Jakob með uppistand. Epladagurinn er svo á fimmtudaginn og auðvitað gerum við það sem við gerum best og það verður moshpitfest í hádeginu, allir eru búnir í skólanum klukkan 14:20 og þá verður eplamyndin sýnd í U og keppnin um rauðasta kvennskælinginn.
🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎
Eplaballið er á fimmtudaginn sem allir ættu að vera komnir með miða á, en fyrir ykkur hin er um að gera hysja upp um ykkur buxurnar og kaupið miða áður en það verður uppselt.
Þetta kvöld verður hápunktur vikunnar og er þetta viðburður sem hófst árið 1921 og var þá kallað eplakvöld og var þá haldin í jólafríinu, á þessum tíma var mikið um að nemendur skólans voru á heimavist og komust sumir því ekki heim yfir jólin. Fólkið í Kvennó hefur alltaf verið (og verður alltaf) frábært, við erum bara ein fjölskylda, því var ákveðið að halda skemmtun fyrir þessa nemendur og var þeim meðal annars gefin epli sem voru aðeins fáanleg á jólunum. Nemendur og starfsmenn skólans tjúttuðu saman, sungu og voru með skemmtiatriði langt fram á kvöld en gerðu sér ekki grein fyrir að þarna sköpuðu þau byrjunina að djammi sem myndi veita nemendum skólans frábærar minningar tæpum 100 árum síðar og því munum við heiðra forfeður okkar og skemmta okkur eins og við eigum lífið að leysa, ekki að það verði samt erfitt, tjekkið bara á lineupinu.
Við viljum líka minna ykkur á að það er hefð að fara út að borða með bekknum fyrir ballið og að bjóða umsjónarkennaranum sínum með!
🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎
22:00 - 22:50: DÓRA JÚLÍA
22:50 - 23:10: SPRITE ZERO KLAN FT. KRÓLI
23:10 - 23:30: SÉRA BJÖSSI
EPLALAG
23:40 - 01:00: 101 POP UP
-YOUNG NAZARETH
-LOGI PEDRO
-BIRNIR
-JOEY CHRIST
-YOUNG KARIN
SILENTDISKO FRAMMI!!
🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎🍎
Sjáumst sæt og rauð á eplaballinu kv. Ritó <3<3