HEFÐARBÓK

Hefðarbók inniheldur gamlar sem nýjar hefðir sem meðlimir Keðjunnar skulu virða og taka tillit til. Hefðarbók skal uppfæra árlega undir lok seinni annar. Hámark fjölda hefða skal vera 100 talsins. Stjórnarmeðlimir Keðjunnar skulu sjá um að halda uppi Hefðarbókinni og fundi hennar. Hefðarbókar lögum er raðað upp eftir tímasetningu skráningar þeirra.

Hefðarbókar fundur nr. 1 var haldinn föstudaginn þann 15. mars 2019

1. Kafli - Almenn ákvæði

1. 1. Spendýravörður

  • Hlutverk spendýravarðar Kvennaskólans er að sjá til þess að komið sé fram við spendýr (önnur en manninn), léttari en fimm tonn, er sleppa inn fyrir veggi Kvennaskólans af einskærri virðingu. Spendýravörðurinn einn og sér skal annast dýrin. Hann skal einnig sjá til þess að spendýr, þyngri en fimm tonn, séu felld á sem kvalarfyllstan hátt sleppi þau inn fyrir veggi Kvennaskólans. Sá er gegnir embætti spendýravarðar Kvennaskólans má gegna öðru embætti í senn. Spendýraverði Kvennaskólans ber skylda til að útnefna nýjan spendýravörð er hann segir af sér. - Alexander Már

  • Gæludýramissir spendýravarðar Kvennaskólans. Ef spendýravörður Kvennaskólans missir gæludýr skulu allir nemendur Kvennaskólans leggjast á eitt og syrgja þann missi með því að mæta með svart sorgarband um upphandlegginn á tilsettum degi. Ánamaðkar á malbiki lóðar Kvennaskólans

  • Ef ánamaðkur liggur á malbiki innan lóðar Kvennaskólans skal honum samstundis komið í var í næsta beði skólalóðarinnar. Þetta skal gert af eintómri varkárni. Ef lögin eru brotin skal spendýravörður Kvennaskólans sjá til þess að kitlrefsingu sé beitt.

1.2. Keðjufáni